Sangría
Hráefni
1 epli
1 lime
1/2 sítróna
1/2 appelsína
2 litlar nektarínur
60 ml sykursíróp
60-70 ml Cointreau
1 flaska Adobe Reserva Merlot rauðvíni
2 dl límónaði, Sprite eða 7 Up
Klakar
Aðferð
Skerið alla ávextina í bita/sneiðar og setjið í stóra könnu.
Hellið sykursírópi, Cointreau og rauðvíni í könnuna og hrærið vel saman með sleif.
Því næst hellið límónaði út í og kælið í 30-60 mínútur eða jafnvel lengur.
Bætið klökum saman við og njótið.