Rabarbara Margarita

Hráefni

2 cl Cointreau líkjör

4 cl Tequila Blanco

2 cl Rabarbara sýróp*

2 cl ferskur límónusafi

1 ræma af rabarbari

1 myntublað

Aðferð

Blandið öllum hráefnunum saman í hristara ásamt klaka og hristið vel. Hellið drykknum í glas og skreytið með ræmu af rabarbara og myntu.

Rabarbara sýróp

Hráefni

3 stilkar af rabarbara skornir niður í litla bita

3 ½ dl vatn

3 ½ dl sykur

Aðferð

Blandið hráefnunum saman í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í um 15 mínútur. Sigtið blönduna í gegnum sigti og kreistið /merjið rabarbarann varlega þannig að allur safinn komi út. Þegar sírópið hefur kólnað er það tilbúið til notkunar.

Share Post