Dark ‘N’ Stormy

Fyrir þá sem vilja eitthvað eilítið mildara – en þó eftir sem áður karlmannlegt svo hæfi Bóndadeginum – þá er rommkokteillinn Dark ‘N’ Stormy gráupplagður. Nafnið vísar til tveggja megin innihaldsefnanna, þar sem dökka rommið er “Dark” og engiferbjórinn er “Stormy”. Gætið að því að ef drykkurinn á að vera alvöru Dark ‘N’ Stormy þá verður rommið að vera Gosling Black Seal Rum. Það eru lög í Bandaríkjunum sem segja það, góðir hálsar.

Aðferð:

Fyllið hátt glas af litlum ísmolum.

Hellið 60 millítrum af Gosling Black Seal rommi yfir ísmolana.

Fyllið upp í glasið með engiferbjór.

Skreytið með límónusneið eða límónubát.

Share Post