Á

 

Djúpsteiktur kjúklingur

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

1 pakki kjúklingaleggir
2-3 lítar af sólblómaolíu

Marinering fyrir kjúklinginn:

3 bollar vatn
3 bollar bjór
(eða nógu mikið til að þekja kjúklinginn í skál)
5 matskeiðar kjúklingakrydd
2 matskeiðar hvítlaukssalt
2 matskeiðar paprikukrydd
2 matskeiðar cayenne pipar

4 bollar hveiti
2 matskeiðar kjúklingakrydd
2 matskeiðar cayenne pipar

Aðferð:

 Leggið kjúklingalærin í skál og hellið vatni, bjór og kryddi saman við og geymið í kæli yfir nótt eða 6 klst að lágmarki.

Blandið saman hveiti og kryddi og veltið kjúklingalærunum uppúr hveitinu.
Hitið olíu í potti og steikið kjúklingalærin þangað til að þau eru orðinn gullbrún.

Gott að hafa kjöthitamæli til að kanna eldunina á kjúklingnum en hann á að sýna 75°.

Leggið kjúklingalærin ofan á pappír og leyfið honum að þorna.

Borið fram með BBQ bjór sósu og fersku hrásalati.

Hrásalat

1/2 rauðkálshaus skorinn í strimla
4 gulrætur skornar í strimla
grískt jógúrt
Safi úr 1 sítrónu
Salt og pipar

BBQ bjór sósa

1 flaska BBQ sósa úr búð sett í pott
ferskt rautt chilli saxað útí

1 msk púðursykur
1 tsk dijon sinnep
½ Stella Artois bjór

Allt hitað saman á vægum hita.

Post Tags
Share Post