Basil Gimlet kokteill helgarinnar

Linda Ben ritar:

Hráefni

  • 30 ml gin
  • 5-6 stór basil lauf
  • Safi úr ½ lime
  • 50 ml sykur síróp
  • 2 dl klakar

 

Sykur sýróp

  • 2 dl sykur
  • 3 dl vatn

Aðferð

  1. Byrjað er á að gera sykursíróp (má gera daginn áður t.d., geymist vel í kæli í lokuðum umbúðum). Setjið sykur og vatn í pott, hitið þar til öll sykurkornin eru bráðnuð saman við, hellið sykursírópinu á flösku eða annað ílát og kælið.
  2. Setjið gin og basil lauf í kokteilhristara, merjið laufin saman við ginið. Kreistið ½ lime út í, setjið sykur síróp og klaka í kokteilhristarann og hristið vel og kröftuglega saman.
  3. Hellið í gegnum sigti í kokteil glas og skreytið með basil laufum.

 

Share Post