Hugmynd að huggulegu vetrarkvöldi

Þrátt fyrir hita síðustu vikna og snjóleysi þá minnir vetur konungur okkur á að hann er ekki alveg búinn að segja sitt síðasta. Það er jú enn febrúar. Tækifærin til að hafa það gott eru ólík eftir árstíðum, á sumrin eru útivera, garðveislur og grillmáltíðir aðalmálið, en á veturnar er upplagt að njóta lífsins innandyra.

Ef veður og vindar leyfa er þó gott að byrja daginn á frískandi útiveru, göngutúr um útivistarsvæði, jafnvel í skóglendi þar sem ólíklegra er að vindar blási. Þegar kinnar eru orðnar rjóðar er gott að koma heim í vel kyntan kofann og hafa það notalegt; eldheitt bað eða að hjúfra undir þykkasta teppinu á heimilinu og ná hitanum upp.

Heitt súkkulaði og kringlur eru ómissandi þegar fullkomna á kósýstundina. Fortíðarþráin vaknar til lífsins þegar við dýfum mjúkum, jafnt sem hörðum kringlum í rjúkandi heita súkkulaðið. Svokallað „skíðakakó“ frískar upp á tilefnið og vermir enn frekar.

Heitt Strohsúkkulaði

 

Hráefni fyrir tvö glös:

100 ml af rjóma (þeyttur)

3 matskeiðar sykur

3 tsk vanillusykur

1 tsk Stroh 60 romm

4 matskeiðar kakó

400 ml af mjólk

40 g af súkkulaði (dökkt)

2 til 4 cl Stroh 60 romm

Aðferð:

  1.     Þeytið rjóma með 1 msk sykri og 1 tsk vanillu sykri. Rétt áður en rjóminn er orðinn stíf þeyttur, bætið við 1 tsk af Stroh 60 rommi úti.
  2.     Blandið kakó, mjólk og restinni af sykrinum og vanillusykrinum í pott og hrærið saman við vægan hita.
  3.     Takið pottinn af hitanum og bætið 2-4 cl af Stroh 60 rommi úti pottinn og hrærið.
  4.     Hellið kakó blöndinni í bolla eða glas og bætið svo rjómanum ofan á. Fallegt að skreyta með smá púðursykri.

 

Til þess að byggja upp orku fyrir kvöldið, þá svíkur kaffið engan. Við lumum á ýmsum brögðum til að gera kaffið enn ljúfara og betra til að hita kroppinn. Galliano, kaffi og rjómi yljar og kætir í lok dags.

Galliano kaffi

 

Hráefni í einn drykk:

1 bolli kaffi

50 ml Galliano líkjör

Þeyttur rjómi

Súkkulaði spænir

Njótið

Share Post