Frosin Mimosa

Hver elskar ekki mimosu með brunchinum um helgar?
Við hvetjum þig til þess að prófa þessa frosnu mimosu við næsta tækifæri,
hún krefst örlítils undirbúnings en það er algjörlega þess virði.

Hráefni:

  • 500 ml appelsínusafi
  • 500 ml freyðivín

Aðferð:

  1. Útbúið klaka úr appelsínusafanum og frystið í minnst 8 klst.
  2. Setjið klakana í matvinnsluvél/blandara og maukið þá vel.
  3. Hellið freyðivíninu út í og blandið því létt saman við.
  4. Hellið krapinu í glösin.
Share Post