Ofnbakaður brie með brómberja og hunangs toppi

Hráefni

Brie

1 ½ dl frosin brómber

1 ½ msk hlynsíróp

½ dl pekan hnetur

Fersk brómber

Snittubrauð

Aðferð

  • Stilltu ofninn á 200°C og undir&yfir.
  • Settu ostinn í lítið eldfast mót og settu inn í ofn í 20 mín eða þar til osturinn er orðinn vel bólginn og mjúkur.
  • Á meðan osturinn er inn í ofni, settu frosin brómber í pott á lágan hita ásamt hlynsírópi, hrærðu varlega í þar til berin eru bráðnum og svolítill safi hefur myndast af berjunum. Takið ostinn út úr ofninum, hellið brómberjunum yfir ásamt safanum.
  • Skerið pekan henturnar niður og dreifið yfir ostinn.
  • Berið fram með snittubrauði og ferskum brómberjum.

Vínó mælir með: Emiliana Brut Organic með þessum rétt.

Uppskrift og myndir: Linda Ben