Mið-Austurlensk kjúklinglæri með bulgur salati og hvítlaukssósu

 

Fyrir 2

 

Hráefni

Kjúklingalæri (skinn & beinlaus), 500 g

Shawarma krydd, 10 g / Kryddhúsið

Bulgur, 120 ml

Kóríander, 10 g

Steinselja, 15 g

Lítill rauðlaukur, ¼ stk

Pistasíuhnetur, 25 g

Granateplafræ, 30 g

Fetaostur í kryddlegi, 30 g

Grísk jógúrt, 60 g

Majónes, 60 g

Sykur, 1 tsk

Borðedik, 1 msk

Sítrónusafi, 0,5 tsk

Hvítlaukur, 2 g

Salt & pipar

 

Undirbúiningur

  • Setjið kjúklingalæri í skál ásamt shawarma kryddi og um 1.5 tsk af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í amk 1 klst.
  • Stillið ofn á 180 °C með blæstri. Dreifið kjúklingalærunum yfir ofnpötu með bökunarpappír og bakið í 30 mín í miðjum ofni.
  • Hrærið saman grískri jógúrt, majónesi, sítrónusafa, sykur og ediki. Saxið 5 g af steinselju og pressið hvítlauk og hrærið saman við sósuna. Smakkið til með salti og ríflegu magni af svörtum pipar.
  • Sjóðið bulgur eftir leiðbeiningum á pakka og færið svo í skál.
  • Saxið kóríander, restina af steinselju, pistasíuhnetur og rauðlauk. Hrærið saman við bulgur ásamt granateplafræjum og fetaosti. Smakkið til með salti.
  • Berið fram með naan brauði og fersku salati.

Vinó mælir með Saint Clair Sauvignon Blanc Bright Light

Uppskrift og og myndir: Matur og Myndir

Share Post