Hamborgari með beikon rauðlaukssósu

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Rauðlaukssulta

300 g beikon
1 rauðlaukur
2 msk púðursykur
2 msk balsamic edik
1 msk dijon sinnep
3 msk vatn

Aðferð:

Skerið beikon í þunna strimla og steikið þangað til beikonið er orðið stökkt.

Þurrkið mestu fituna af pönnunni áður en laukurinn er settur út í.

Steikið laukinn þangað til að hann er orðinn glær.

Setið sykur, vatn, balsamik edik og sinnep útí og látið suðuna koma upp. Leyfið þessu að malla í tæpa klukkustund.

Áferðin á sultunni á þá að vera orðin klístuð á þessum tímapunkti. Leyfið henni að kólna aðeins áður en hún er borin á hamborgarabrauðið.

Steikið hamborgara með salti og pipar og bætið camenbert osti ofan á síðustu mínúturnar. Sultan er sett á neðra brauðið, ásamt ruccola salati og rauðlauk.

Að lokum er tsk af dijon sinnepi blandað saman við mæjónes og sósan sett á efra brauðið.

Berið fram með frönskum kartöflum og ísköldum bjór.

 

Post Tags
Share Post