Jólabrauð með rommi

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 • 130 ml mjólk
 • 1 bréf þurrger
 • 400 g hveiti
 • 1 msk vanillusykur
 • 1 tsk kanill
 • ½ tsk engifer krydd
 • ¼ tsk salt
 • 3 egg
 • 3 tappar Stroh 60
 • 150 g rjómaostur 18% fita
 • 90 g brætt smjör, látið kólna
 • 100 g rúsínur
 • 100 g þurrkuð trönuber
 • 125 ml Stroh 60

 

Aðferð:

 1. Byrjið á að velgja mjólkina í potti eða örbylgjuofni, setjið gerið útí og blandið saman, látið standa á meðan þið gerið skref 2.
 2. Setjið hveiti í skál ásamt kryddi og vanillusykri.
 3. Hellið mjólkinni út í hveitið og blandið saman. Bætið einnig útí 3 eggjum, Stroh, rjómaosti og kældu bræddu smjöri.
 4. Hnoðið deigið vel saman í hrærivél og látið svo hefast í 2 tíma. Hefjið strax skref 5 áður en þið bíðið eftir hefuninni.
 5. Setjið rúsínur og þurrkuð trönuber í pott ásamt romminu, látið sjóða á lágum hita í um það bil 2 mín. Látið þetta svo kólna inn í ísskáp á meðan deigið hefast.
 6. Kveikið á ofninum, stillið á undir yfir og 180ºC.
 7. Þegar degið er búið að hefast sigtiði frá rommið af rúsínunum og trönuberjunum og setjið berin í deigið, hnoðið vel saman við.
 8. Smyjið hringlaga form vel með smjöri og setjið deigið í formið.
 9. Bakið í um það bil 50 mín eða þangað til það er bakað í gegn og orðið gullið brúnt.
 10. Sigtið flórsykur yfir brauðið.

Post Tags
Share Post