Súrdeigssnittur með bökuðum tómötum

Um 25 stykki

Hráefni

1 x súrdeigs snittubrauð

1 dós Mascarpone ostur

3 box af Piccolo tómötum (3 x 180g)

Hvítlauksrif

Fersk basilíka

Balsamikgljái

Furuhnetur

Ólífuolía

Salt, pipar

 

Aðferð

Hitið ofninn í 210°C.

Skerið brauðið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu og ristið í nokkrar mínútur þar til það aðeins gyllist.

Þegar brauðið kemur úr ofninum má lækka hitann í 190°C, skera hvítlauksrifið til helminga og nudda hvítlauk á hverja sneið. Geymið síðan brauðið og leyfið því að kólna.

Setjið tómatana í eldfast mót og hellið um 2 msk af ólífuolíu, 1 tsk. af salti og ½ tsk. af pipar yfir og bakið í 25 mínútur. Leyfið að standa á meðan þið smyrjið osti á brauðsneiðarnar.

Smyrjið Mascarpone osti á hverja brauðsneið, setjið 2-3 bakaða tómata þar ofan á, næst balsamikgljáa, furuhnetur og ferska basilíku.

Vínó mælir með: Muga Reserva með þessum rétt. 

Uppskrift: Gotteri.is

Share Post