Sælkeratöfrar Katalóníu

Í Norð-Austurhorni Spánar er Katalóníu-hérað að finna, uppi í kverkinni þar sem landið á landamæri að Frakklandi við strönd Miðjarðarhafsins. Katalónía er einna þekktust fyrir að vera heimahérað fótboltafélagsins Barcelona, fyrir sérlega heillandi matarmenningu – ekki síst tapas smáréttina – og svo bragðmikil og karakterrík vínin sem víða eru í uppáhaldi.

Víngerð í Katalóníu stendur á ævagömlum merg því vitað er að Rómverjar stunduðu þar umfangsmikla víngerð, einkum á Tarragona-svæðinu. Saga víngerðar nær þó enn lengra því fornleifar sýna að víngerð barst til Katalóníu þegar Föníkumenn komu þangað, mörg hundruð árum á undan Rómverjum.

Fyrir áhugasama er rétt að benda á að ef fyrirhugað er að sækja Barcelona eða aðra staði í Katalóníu heim þá býðst gestum að heimsækja vínekrur héraðsins til að skoða sig um og kynnast framleiðslunni. Það er ógleymanleg reynsla sem vert er að mæla með.

 

Tapas – bragðlaukaveisla í hverjum bita

Matarmenning Katalóníubúa er margþætt og merk, en mest spennandi eru þó vafalaust tapas-smáréttirnir sem eiga þar rætur sínar að rekja. Hver smáréttur er ekki bara spennandi biti að bragða (margir tapas-réttir eru hreinustu bragðlaukasinfóníur, fyrir utan hvað þeir eru falleg sköpunarverk að sjá) heldur búa töfrar þeirra ekki síður í stemningunni og félagslega þættinum í kringum það að borða þá. Tapas-réttir eru eitthvað sem rétt er að njóta í afslöppuðu andrúmslofti og góðra vina hópi, ekki ósvipað og fondú-réttir eða raclette-steik.

Sagan segir að uppruna tapas-réttanna megi rekja til þess þegar að Katalóníu-búar sátu úti og nutu þess að fá sér sérríslettu í glas gerðist það oftar en ekki að flugur voru að þvælast ofan í drykkinn. Katalónar fundu ráð við þessari ásókn og settu gjarnan brauðsneið eða ostbita yfir glasið svo þeir fengju frið fyrir flugunum. Þetta er býsna sennilegt, ekki síst með hliðsjón af því að orðið “tapa” merkir einfaldlega lok. Tapas er svo fleirtalan, enda fær sér enginn bara einn rétt.

 

Endalaus fjölbreytni

Það er í sjálfu sér ekki hlaupið að því að gefa uppskrift að tapas-réttum því þeir eru í sífelldri þróun; auk þess er það sem þú vilt hafa sem tapas, þar ER tapas. Útbúðu bara smárétt og kallaðu hann tapas, og sjá – þú kannt þar með að bjóða þér og gestum upp á tapas.

En matargerð Katalóníu gengur út á miklu meira en bara tapas. Því til sönnunar fylgir hér með uppskrift að kjarngóðri og bragðmikilli kássu sem yljar og nærir þegar haustið nálgast. Þennan rétt er sérstaklega handhægt að elda um helgar því hann tekur smá stund, þó barnaleikur sé í matreiðslu.

Katalóníu-kássan

 

kataloniukassa

 

 

  • 1 msk ólífuolía.
  • 5 sneiðar beikon, helst þykkar: skornar í bita.
  • 1 kíló af nautakjöti, skorið í 2-3 sentimetra bita.
  • Framhryggurinn (chuck steak) hentar vel í svona.
  • Salt og ferskur svartur pipar eftir þörfum.
  • 3 dl smátt skorinn laukur
  • 3 dl rauðvín
  • 2 msk af appelsínuberki, skornum í fíngerða strimla
  • 2 lárviðarlauf
  • 2 tsk smásaxaður hvítlauf
  • 2 sprotar af ferskri steinselju, maukaðir
  • 1 ½ dl af svörtum ólífum (frá Katalóníu, nema hvað!), steinhreinsuðum

 

 

 

 

 

 

Aðferð:

  1. Hitið olíuna í stórri pönnu upp að rúmlegum miðlungshita. Bætið beikoninu á og steikið þangað til þeir taka smá brúnan steikarlit. 5 mínútur ættu að duga. Setjið beikonið til hliðar í skál en geymið steikarfituna á pönnunni.
  1. Saltið og piprið kjötið rækilega og steikið svo á pönnunni í 8 mínútur. Færið því næst kjötið yfir í skálinu þar sem beikonið bíður. Lækkið hitann á pönnunni og bætið lauknum út á. Hann þarf að að fá að steikjast í gegn í minnst 25 mínútur.
  1. Bætið nú beikoni og nautakjöti út á laukinn í pottinum og bætið við rauðvíninu, appelsínuberkinu í strimlum, lárviðarlaufum, hvítlauk og steinselju. Hitið uns rauðvínið nær suðu, lækkið þá hitann strax og látið malla á lágum hita. Kryddið reglulega á meðan með salti og pipar. Leyfið kássunni að malla rólega í 2 tíma. Bætið þá ólífunum við og látið malla í 1½ klukkustund í viðbót með lokið á pönnunni.

 

Með þessari unaðslegu og bragðmiklu kássu er best að hafa gott brauð og nota það til að skafa upp sósuna úr skálinni.

Einnig er fullkomið að hafa með kássunni flösku af góðu rauðvíni frá Katalóníu. Við mælum með:

 

 

Ramon Roqueta Tempranillo
Cabernet Sauvignon 2011

4star

RR Rerserva

 

Vinotek segir;

Bodegas Ramon Roqueta er vínhús í Katalóníu á Spáni sem sendir frá sér traust og vel gerð vín á frábæru víni eins og þetta rauðvín úr blödnunni Tempranillo og Cabernet Sauvignon.  Svartur, þroskaður ávöxtur í nefi, sólber og dökk kirsuber í bland við reyk og eik, vottur af tjöru, Kryddað. Feitt og mjúkt, eikin áberandi, Cabernetinn gefur Tempranillo meira bit. Flott vín. 1.899 krónur. Frábær kaup. Þetta er mikið vín fyrir lítinn pening og fær hálfa auka stjörnu fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

Share Post