Ljúffengt brioche brauð með þeyttum ricotta

Hráefni

1,6 dl volg mjólk

1 bréf ger

4 msk hunang

5 egg, 4 fyrir deigið og 1 til að pensla

8-9 dl hveiti

1 tsk salt

60 g smjör, við stofuhita

185 g kalt smjör, skorið í þunnar sneiðar

Aðferð

Blandið saman mjólk, geri, hunangi, 4 eggjum, hveiti og salti í hrærivél og notið deig krókinn. Hærið í 4-5 mínútur eða þar til hveitinu er vel blandað saman við hin hráefnin.

Bætið við smjörinu við stofuhita og hrærið í 2-3 mínútur í viðbót.

Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið að hefast í 1 klst eða þar til deigið hefur tvöfaldast.

Stráið smá hveiti á borð og setjið deigið ofan á. Fletjið út deigið í 30×45 cm rétthyrning.

Leggið þunnar sneiðar af köldu smjöri á annan helminginn af deiginu og þrýstið varlega til að það festist. Brjótið saman hinn helmingnum af deiginu yfir smjörið og hyljið það alveg.

Fletjið aftur út deigið í 30×45 cm rétthyrning. Brjótið nú ⅓ af deiginu í miðjuna og brjótið svo hinn yfir efsta hluta fyrsta lagsins þannig að nú hafið þið 3 deiglög (eins og umslag).

Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið í ísskáp í 15-20 mínútur þar til það hefur kólnað (einnig er hægt að kæla deigið yfir nótt í ísskápnum).

Smyrjið tvö 22 x12 cm brauðform.

Takið deigið úr ísskápnum og rúllið deiginu í um 30×45 cm rétthyrning. Rúllið deiginu í pylsu og haldið því þétt að ykkur á meðan þið rúllið. Skerið deigið í tvennt og setjið í brauðformin. Hyljið það með viskastykki og látið hefast í 45 mínútur-1 klst.

Pennslið deigin með þeyttu eggi og bakið í ofni við 180°C í 30-35 mínútur eða þar til brauðið er orðið dökkbrúnt að ofan. Látið kólna aðeins og berið fram með þeyttum ricotta osti eða því sem ykkur langar í.

Þeyttur ricotta ostur með ofnbökuðum tómötum

Hráefni

1 dós ricotta ostur (einnig gott að nota fetakubb)

3 hvítlauksrif, ofnbökuð

½-1 tsk salt

¼ tsk pipar

15 kokteiltómatar

1 tsk ferskt timían

1 msk fersk steinselja

2 hvítlauksrif

Salt og pipar

1 msk ólífuolía

Aðferð

Byrjið á því að skera tómatana smátt. Blandið þeim saman við ólífuolíu, pressuð hvítlauksrif, timían, steinselju, salt og pipar. Bakið í ofnið í 10 mínútur við 185°C.

Leggið þrjú hvítlauksrif (án þess að taka hýðið) á álpappír, dreifið ólífuolíu yfir og pakkið þeim inn. Bakið með tómötunum í 10 mínútur við 185°C.

Þeytið ricotta ostinn saman við bakaða hvítlaukinn (passið að taka hýðið af), salt og pipar með töfrasprota.

Setjið ostinn í skál og dreifið svo ofnbökuðu tómötunum yfir.

Vínó mælir með: Cune Crianza með þessum rétt. 

Uppskrift: Hildur Rut

Share Post