Kalkúna klúbbsamloka

Fyrir 4

Hráefni

600 g kalkúnabringa í sneiðum

 8 sneiðar, samlokubrauð þykk skorið

 Heinz majónes eftir smekk

 salat

 2 bufftómatar

 0,50 rauðlaukur

 16 sneiðar beikon steikt og stökkt

 Heinz yellow mustard mild sinnep eftir smekk

 Filippo Berio ólífuolía til steikingar

 smjör til steikingar

Berið fram með

 Maarud flögum með salti og pipar

 Stella Artois 0,0%

Aðferð

Smyrjið brauðið með majónesi.

Raðið salati, tómötum, kalkúnabringu og beikoni á brauðsneið.

Sprautið sinnepi yfir og setjið aðra brauðsneið ofan á.

Smyrjið majónesi utan á brauðið fyrir steikingu.

Hitið ólífuolíu og smjör á pönnu og steikið samlokuna á báðum hliðum.

Skerið samlokuna í fjóra hluta og berið fram með Maarud flögum og Stellu Artois.

Vínó mælir með: Stella Artois með þessum rétt.

Uppskrift: Vigdís Ylfa