Lamberti – vínin frá Gardavatni

Íslendingar þekkja vel fegurð svæðisins við Gardavatn á norðurhluta Ítalíu enda hafa sólþyrstir Íslendingar vanið komur sínar til svæðisins í áraraðir. Færri vita það hinsvegar að við Gardavatn eru kjöraðstæður til loftslags og jarðvegs til víngerðar.  Vínsvæðið nær frá Gardavatninu að Adríahafinu og norður til Alpana.

 

Saga Lamberti vínhúsins má rekja allt til ársins 1964, þegar vínhúsið var stofnað, fyrir rúmlega 50 árum síðan. Víngerðin er staðsett í hjarta Bardolino Classico, umkringd ótrúlegri náttúrufegurð Gardavatnsins. Þökk sé framúrskarandi loftslags og jarðvegs eru aðeins framleidd hágæða vín frá þessu svæði. Lamberti er um 27 hektarar af vínekrum þar sem þrúgurnar eru ræktaðar í samræmi við ströngustu reglur lífræns búskapar. Bardolino Classico vínsvæðið er einungis örfáa kílómetra frá austurströnd Gardavatns og tilvalið fyrir þá sem eru í fríi á þessum slóðum og hafa áhuga á vínrækt og vínum að skipuleggja vínsmökkunarferð til Lamberti.

garda-943087_1920

 

 

 

Lamberti Pinot Grigio 2014

3,5star

stilllife 081Passar vel með: Sushi, fordrykkur, grænmetisréttir og smáréttir.

Lýsing: Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Pera, epli.

 

Vinotek segir:

Ítalska þrúgan Pinot Grigio nýtur mikilla og vaxandi vinsælda og stefnir hraðbyri í að verða næstvinsælasta þrúga heims á eftir Chardonnay. Hér er eitt ágætis eintak frá vínhúsinu Lamberti í Veneto á Ítalíu þrúgurnar í vínið koma bæði frá Veneto og Trentino. Fölgult á lit, fersk, sæt angan af perum og þroskuðum gulum eplum og hvítum blómum. Þægilega ferskt og svolítið feitt. Mjög góð kaup.

 

Lamberti Prosecco

4star

bt-Lamberti--Prosecco-Spumante-Doc----high-resPassar vel með: Fordrykkur og smárréttir.

Lýsing: Fölgult. Sætuvottur, létt freyðing, fersk sýra. Epli, ljós ávöxtur.

 

Vinotek segir:

Ítölsku Prosecco-freyðivínin hafa verið afskaplega vinsæl í nágrannalöndunum upp á síðkastið enda geta þau verið afskaplega ljúf, þægileg og síðast en ekki síst á hagstæðu verði. Þetta er léttur og leikandi Prosecco frá Lamberti. Þroskuð og sæt gul epli , ferskjur og perur í nefi, þægilega þurrt í munni þó vissulega sé það sætara en brut-vín, mild, fersk sýra, bara ansi hreint ljúffengt freyðivín. Frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

Share Post