Will Riesling Reserve 2016

Vinotek segir;

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi. Allt of mörg Alsace-vín eru í dag orðin of sæt og væmin. Þetta er hins vegar klassískur, þurr og tignarlegur Riesling. Skarpur, tær sítrusávöxtur í nefi í bland við ferskjur og suðrænni ávexti, þétt, þurrt, míneralískt. Kallar á góðan mat. 

2.499 krónur. Frábær kaup. Með laxi, silungi og hvers vegna ekki rækjukokteil.

Share Post