Vidal Fleury Cotes du Rhone Blanc 2014

Vinotek segir;

Vínhúsið Vidal-Fleury er það vínhús Rhone sem hefur verið hvað lengst í samfelldum rekstri eða frá því á átjándu öld. Það er staðsett í bænum Ampuis, fyrir neðan hlíðar Cote-Rotie en í þessu víni eru það þrúgur sunnar af Rhone-svæðinu sem eru notaðar. Í hvíta Cotes-du-Rhone-víninu er það fyrst og fremst þrúgan Viognie sem ber uppi vínið, ásamt einhverjum prósentum af Grenache Blanc. Í nefi má finna vott af apríkósum sem eru dæmigerðar fyrir þrúguna en ekki síður melónu, hunang og blóm. Það er þurrt og langt, farið að sýna örlítinn þroska, vottur af hnetum, möndlum.
2.299 krónur. Frábær Kaup

Share Post