Crasto Superior Syrah 2014

 

Vinotek segir;

Quinta do Crasto í Douro-dalnum í Portúgal er eitt þeirra vínhúsa sem hefur gert hvað mest fyrir ímynd venjulegra rauðvína frá þessu héraði sem margir tengja enn fyrst og fremst við portvínsframleiðslu. Fyrir nokkrum árum náði eitt af rauðvínum hússins þriðja sæti á árlegum topp 100 lista Wine Specatator sem var og er það hæsta sem vín frá Portúgal (sem ekki var portvín) hefur nokkurn tímann náð. Þrúgurnar í þessu víni eru frá búgarðinum Quinta da Cabreira í Douro Superior (Efri-Douro), sem er eitt þriggja undirsvæða Douro dalsins. Ólíkt flestum rauðvínum Douro er hér notuð frönsk þrúga, nánar tiltekið Syrah, sem nokkur önnur hús hafa þó einnig gert tilraunir með t.d. Quinta do Noval og Romaneira.Vínið allt að því svart, nær ógegnsætt, í nefi villt ber, sólber, sveskjur og rúsínur, svakalega feitt, silkimjúkt og gífurlega djúpt, geggjað vín. 3.699 krónur í sérpöntun, sem er ekki mikið fyrir vín af þessum gæðum. Frábær kaup. Vín fyrir villibráð.

Share Post