Flor de Crasto 2015

Vinotek segir;

Oft er maður beðinn um að nefna eitthvað vínhérað sem spennandi væri að fylgjast með í framtíðinni. Og oftar en ekki er Douro í Portúgal það svæði sem fyrst kemur upp í hugann. Lengst af var vínræktin nær einvörðungu til framleiðslu á portvínum en í seinni tíð hafa ekki síst rauðvínin, gerð úr sömu mögnuðu þrúgum og notaðar eru í Port, ekki síst Touriga Nacional.  Douro gefur yfirleitt langtum meira vín en verðið segir til um og Flor de Crasto er frábært dæmi um það. Þetta er grunnvínið frá einu besta vínhúsinu í Douro, Quinta do Crasto og ber þess merki. Dökkt og djúpt á lit, mjög svartur, heitur ávöxtur, plómur, allt að því út í sveskjur, tóbakslauf, kryddað og heitt, mjögt en jafnt með smá tannínbiti og sýru sem lyftir því upp og gefur ferskleika. 1.999 krónur. Algjörlega frábær kaup á þessu verði. Vín sem þarf bragðmiklan mat og ræður þess vegna við rautt kjöt.

Share Post