Clacson Gernache Syrah Mourvédre 2015

3,5star

Clacson GSM

 

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

 

Um daginn birti ég pistil um Clacson Pinot Noir 2016 (***1/2) en þetta hér er nær því að fá fjórðu stjörnuna, enda mun vænlegra, að mínu mati, að gera vín úr Grenache, Syrah og Mourvédre í Languedoc en Pinot Noir. Það hefur rétt ríflega meðaldjúpan rauðfjólubláan lit og sætkennda og sólbakaða angan af rauðum sultuðum berjum, plómu, stöppuðum banana, súkkulaðihúðuðum rúsínum og jörð. Það er rétt ríflega meðalbragðmikið með góða sýru og sæmilega mjúk tannín. Það er ungt og ferskt og þurrt, þótt undirliggjandi ávöxtur sé vel þroskaður og sætur. Þarna eru rauð sultuð ber, plóma, þurrkaðir ávextir og krækiberjahlaup. Dæmigerð GSM blanda frá Languedoc, vel matarvæn og er best með allskonar kjötkenndum hversdagsmat og pottréttum.Verð kr. 1.999.- Mjög góð kaup.

Share Post