Adobe Reserva Syrah 2015

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

Öll lífrænu vínin í Adobe-línunni frá víngerðinni Emiliana eru heiðarleg, vel gerð og neysluvæn þótt ekki séu þau neitt yfirmáta flókin og öll hafa þau fengið einkunnina þrjár og hálf stjarna sem mér finnst benda til vandaðra vinnubragða (ekki minna auðvitað, heldur víngerðarteymisins) og stöðugleika.

Þessi Syrah býr yfir meðaldjúpum rauðfjólubláum lit og það hefur meðalopna angan af dökkum sultuðum berjum, plómu, pipar, sveskju, Mon-Chéri-molum og mintu en sprittið losnar full auðveldlega frá ávextinum og kitlar mann í nefið.Í munni er það ríflega meðalbragðmikið með góða sýru og mjúk tannín í bland við nokkur græn og óþroskuð. Það hefur sætuvott einsog títt er um vín frá þessum slóðum en annars eru þarna bláber og brómber, plóma, krydd, súkkulaði og rykkennd steinefni. Hafið með allskonar kjötmeti bæði hvunndags og á betri stundum.Verð kr. 1.999.- Mjög góð kaup

Share Post