Suðrænn og sætur

Eitt glas á fæti

Hráefni

50 ml gin, við notuðum The Botanist 

10 ml límónusafi, nýkreistur 

15 ml perusykursíróp 

límónusneið, til að skreyta ef vill

klakar

Aðferð

Setjið allt hráefnið saman í kokteilhristara með klökum og hristið vel í um 15 sek. Hellið yfir í glas á fæti og skreytið með límónusneið ef vill.

 

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Guðný Hrönn Antonsdóttir

Myndir/Hákon Davíð Björnsson

Post Tags
Share Post