Hátíðar Irish coffee

Hráefni

6 cl Fireball líkjör

250 ml kaffi

2 tsk púðursykur

Rjómi

Súkkulaðispænir

Kanill

Aðferð

Blandið saman púðursykri og kaffi í glas. Hrærið saman þar til púðursykurinn er uppleystur.

Hellið Fireball whiskey útí og hrærið saman.

Léttþeytið rjóma. Mér finnst gott að hann sé léttur og froðukenndur.

Setjið 2-3 msk af rjómanum ofan á drykkinn og stráið súkkulaðispæni og kanil yfir. Njótið vel.

 

Uppskrift: Hildur Rut

Share Post