Gúrku Gin Martini

Hráefni

 • 1 stk gúrka til að búa til gúrkudjús
 • 10 cl gin ( The Botanist )
 • 6 cl gúrkudjús
 • 2 cl Bols Elderflower líkjör
 • 2 cl limedjús
 • 2 tsk. sykursíróp
 • Gúrka til skreytingar

Aðferð

 1. Setjið gúrku í nutribullet eða matarmixer til að búa til gúrkudjúsinn. Sigtið síðan gúrkudjúsin.
 2. Setjið martini glösin inn í ísskáp eða klaka í glösin til að kæla þau aðeins.
 3. Í kokteil hristara, fullt af klökum fer gin (The Botanist), gúrkudjúsin, elderflower líkjör, limedjús og sykursíróp.
 4. Hristið í 30 sekúndur og skiptu í tvö köld glös.
 5. Gúrka til skreytingar.
Share Post