4 rétta matseðill á Gallery Restaurant paraður við Saint Clair

Frá og með fimmtudeginum 20. október, ætlar Gallery Restaurant að bjóða upp á 4 rétta matseðil, sérstaklega útfærðan með sérvöldum vínum frá Saint Clair Estate.
Um er að ræða ferskan og kryddaðan matseðil sem er góð tilbreyting á þessum risjóttu haustdögum.

Saint Clair Family Estate er staðsett á Marlborough svæðinu, sem er á norðausturhorni suðureyju Nýja Sjálands. Um er að ræða fjölskyldurekið fyrirtæki og eitt af þekktari vínframleiðendum Nýja Sjálands. Saint Clair hefur unnið til margra verðlauna allt frá fyrstu framleiðslu árið 1994.

Saint Clair framleiðir mikið úrval af þrúgum, sem dæmi má nefna t.d  Sauvignon Blanc, Chardonnay, Pinot Gris, Pinot Noir, Cabernet Merlot, Malbec, ásamt fjölda annarra.

Lestu umfjöllun okkar um Saint Clair hér: Saint Clair – 20 ára sigurganga

Bókaðu borða á holt.is/borda

Matseðill

matsedill_saintclair_2016-3

 

Share Post