Svalandi sumarvín

Það mætti kalla sum vín “svaladrykki” af því maður fer út á svalir í veðurblíðunni til að njóta þeirra, fyrir utan að þau eru fullkomlega til þess fallin að svala þorstanum þegar hitnar í veðri. Hérna eru nokkrar svalandi léttvínstegundir í miklu uppáhaldi hjá okkur sem við mælum með að þið prófið í sumar.

Adobe Reserva Rose

Lífrænt. Ljóslaxableikt. Létt fylling, sætuvottur, mild sýra. Jarðarber, lauf. Prófið með sushi, grilluðu grænmeti eða léttu pastasalati. Verð. 1.999 kr.

Adobe Sauvignon Blanc Reserva

Lífrænt. Föllímónugrænt. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, sólberjalauf, sítrus. Prófið með grilluðum fisk eða grilluðu grænmeti. Verð. 1.999 kr.

Lamberti Rose Spumante

 

Laxableikt. Sætuvottur, létt freyðing, fersk sýra. Jarðarber, blómlegt. Prófið með skelfisk, t.d. grilluðum humri eða grilluðum kjúkling. Verð. 1.999 kr.

Lamberti Pinot Grigio

Föllímónugrænt. Ósætt, létt fylling, fersk sýra. Grænjaxlar, epli, steinefni. Prófið með grillaðri pizzu með skinku og ananas, grilluðu grænmeti eða léttum smárréttum (tapas). Verð 1.999 kr.

Amalaya Blanco De Corte

Ljóslímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, greip, blómlegt. Prófið með sushi, austurlenskri matargerð eða góðum ostum. Verð 1.999 kr.

Vicars Choice Sauvignon Blanc Bright Light

Nýtt og spennandi vín í Vínbúðinni. Fölgrænt. Létt fylling, smásætt, sýruríkt. Stikilsber, sólberjalauf, passjón. Prófið með sushi, skelfisk, grilluðum fisk eða léttum smáréttum. Verð. 1.999 kr.

Vicars Choice Pinot Gris Riesling Gewurstraminer

Nýtt og spennandi vín í Vínbúðinni. Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, smásætt, fersk sýra. Ferskja, blómlegt, litsí. Prófið með grilluðum kjúkling eða fisk, léttum pastaréttum eða smáréttum. Verð 2.299 kr.

Share Post