Rivetto – sjarmerandi vínhús í Piemonte

Rivetto er víngerð í fjölskyldueigu sem stofnuð var árið 1902 og er vínhúsið til húsa í þorpinu Serralunga d‘Alba hátt uppi á hæð sem horfir yfir hjarta Barolo-svæðisins í Langhe í Piemont, einu rótgrónasta svæði Ítalíu. Í fyrirtækinu býr reynsla og þekking fjögurra kynslóða við gerð úrvals-vína á borð við Barolo, Barbaresco, Barbera d’Alba, Dolcetto d’Alba, Langhe Nebbiolo og Nascetta.Castello nel buco

Enrico Rivetto er fjórða kynslóð fjölskyldunnar sem að stýrir víngerð vínhússins í dag og má segja að hann tilheyri nýrri kynslóð víngerðamanna í Piemonte. Bændamenningin er önnur nú en hún var í tíð föður hans þar sem nágrannar töluðust ekki við og héldu hlutunum meira fyrir sig. Í dag skiptast nágrannar á reynslusögum og læra hver af öðrum.

Taglio PuntaIMG_6575 copia

Í huga Enrico skiptir mestu máli er að gera vínræktina náttúrulegri og er honum tíðrætt um „vonda tækni“ sem sé að gera vínrækt og víngerð gervilegri þar sem hægt sé að beita alls kyns aðferðum til að færa vínið frá upprunanum í því skyni að gera það markaðsvænna. Fyrir Enrico snýst málið ekki endilega að fá vottanir heldur að vínið sé sem eðlilegast.

Cartello stradaCeste con castelloIMG_5410 copia 2

Í heimi vínsins telst Rivetto lítil víngerð, og það er þannig sem fjölskyldan vill hafa það. Víngerðin nýtur þess ótvíræða kosts að öll vínræktin fer fram á sama landsskikanum, með sama jarðveginum, á meðan stærri framleiðendur sem rækta vín á jarðskikum á mismunandi landsvæðum. Þetta gerir það að verkum að auðveldara er fyrir Enrico Rivetto og starfsfólk hans að hafa vökult auga með gæðum vínsins og tryggir um leið stöðugara bragð milli árganga. Kaupendur gæðavínanna frá Rivetto geta því gengið að gæðunum vísum.IMG_7966 copia 2

Rivetto er eitt 22 vínhúsa sem hefur unnið að því að endurheimta hvítvínsþrúguna Nascetta sem var nær útdauð. Piemonte er fyrst og fremst rauðvínshérað og er Nascetta eina svæðisbundna hvítvínsþrúgan. Einnig er fjölskyldan að þróa ýmislegt annað skemmtilegt meðal annars freyðivín úr Nebbiolo þrúgunni sem framleitt er með kampavínsaðferðinni.

Enrico leggur mikið uppúr því að vera í góðum tengslum við viðskiptavini og áhugasama vínáhugamenn um alla heim og er líklega fyrsti víngerðamaðurinn í Piemonte sem heldur úti bloggi á nokkrum tungumálum þar sem hægt er að fylgjast með flestu því sem er að gerast. Bloggið má sjá á blog.rivetto.it


 

Rivetto Barbera d‘Alba Nemes 2013

fjoraroghalf

Barbera D‘Alba Doc Nemes 2013

Passar vel með: Svínakjöt, gillmatur, smáréttir (tapas) og pottréttir.

Lýsing: Dökkrúbínrautt. Mjúk fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk skógarber, plóma, lyng, laufkrydd.

Vinótek segir:

Fallega fjólublátt. Í nefi fjólur, kröftug kirsuberjaangan, krækiber, vottur af menthol, þurrt og kryddað í munni, þykkt, þægilega tannískt. Frábær kaup. Yndislegt matarvín. Reynið með bragðmiklu svepparisotto eða mildri villibráð.


Rivetto Barolo Serralunga d‘Alba 2008

5star

Barolo Serralunga

Vinótek segir:

Barolo-vínin frá Piedmonte eru óumdeilanlega einhver mögnuðustu rauðvín Ítalíu ásamt þeim frá nágrannasvæðinu Barbaresco. Þrúgan Nebbiolo gefur þarna af sér kröftug, tannísk og langlíf vín sem geta verið alveg hreint stórkostleg þegar best lætur, unaðsleg matarvín. Þetta Barolo-vín frá Rivetto er vel gert og sýnir vel bæði eiginleika þrúgunnar og svæðisins. Liturinn er rauðbrúnn, út í rautt, angan krydduð, þarna er smá fjós en einnig blómaangan í bland við dökkan ávöxt, kirsuber og sólber. Þurrt í munni, staðföst tannín en mjúk, langt. Flott vín. Líkt og með svo mörg góð vín af þessu svæði þá er krafturinn undirliggjandi – ef þetta væri bílvél væri líklega sagt að hún hefði hrikalega flott tog í staðinn fyrir hrátt afl. Reynið með mildri villibráð á borð við hreindýr eða góðu risotto.

 

 

Share Post