Jóla ákavítið frá Álaborg – Gömul jólahefð

Jóla ákavítið frá Álaborg er löngu orðið þekkt fyrir sterka kúmentóna og sveitabragð. En ákavítið hefur verið framleitt árlega allt frá árinu 1982 og byggir á fornum hefðum og handverki.

Alkóhólmagnið er nákvæmlega 47,4 prósent, sem var viðmið í Danmörku fyrir bæði brennivín og ákavíti á síðari hluta 19. aldar. Flaskan táknar gamla járnbrautarhliðið að, De Danske Spritfabriker, í Álaborg, en saga hennar hefst árið 1846.

Jóla ákavítið er í raun alveg einstakur drykkur þökk sé raunverulegum styrk og ákafa í bragði frá liðnum tímum. Fyrir þá sem hafa prófað jóla ákavítið frá Álaborg eiga erfitt með að snúa aftur í mildari afbrigði og er það þess vegna sem uppskriftin helst óbreytt ár eftir ár.

Við eimingu er ákavítið bragðbætt með kúmeni, dilli og kóríander. Í nefi og bragði hefur það öflugan ilm af kúmeni með appelsínu-, möndlu- og kóríander tónum í eftirbragði.  Drykkurinn er bestur borinn fram kældur í skotglasi og passar einstaklega vel með hefðbundnum norrænum „julefrokost“, s.s. síld, reyktum lax, purusteik o.s.frv.

Jóla ákavítið frá Álaborg kemur í takmörkuðu upplagi og er til sölu í verslunum Vínbúðanna fram að áramótum.

Post Tags
Share Post