Amarone

Rauðvín frá Veneto-héraði eru vinsælustu ítölsku vínin á Íslandi samkvæmt sölutölum Vínbúðanna og ekki að undra því þau eru mörg hver fantagóð. Meðal þeirra mest spennandi eru Amarone, sem eru kröftug vín, bragðmikil og krydduð, og koma frá svæði sem nefnist Valpolicella. Vínin eru úr þrúgunum Corvina, Rondinella og Molinara, og hefur vínið þá sérstöðu að þrúgurnar eru þurrkaðar í fjóra til fimm mánuði í þar til gerðum húsum. Safinn úr þrúgunum er svo fullgerjaður svo vínin verða að mestu ósæt. Loks er vínið þroskað á eikarámum í minnst 2 ár, en sum í allt að 5 ár. Amarone-vín eru þar að leiðandi vel þroskuð á bragðið, með mikla fyllingu en aftur á móti litla sýrni. Áfengismagnið má lögum samkvæmt ekki fara niður fyrir 14% og fer oft yfir 15%.

Share Post