Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Campillo Reserva Selecta 2010

Vinotek segir;

Campillo vínhúsið í La Guardia í Rioja Alavesa vakti mikla athygli þegar að það var byggt á sínum tíma enda eitt af örfáum vínhúsum Rioja sem eru byggð í frönskum Chateau-stíl, það er með glæsilegri byggingu sem umlukin er vínekrunum þar sem vínið sjálft er ræktað. Rioja-hefðin er meira sú að vínhúsin nota þrúgur héðan og þaðan af svæðinu. Það eru nú að verða ein þrjátíu ár síðan að Julio Faustino Martinez byggði  „chateau“-ið sitt og Campillo vínin eru orðin nokkuð rótgróin. Þetta eru tiltölulega nútímaleg Rioja-vín með áherslu á ávöxtinn þótt hefðin sé aldrei langt undan þegar að Faustino er annars vegar. Reserva Selecta er enn meira vín en hið þó virkilega ágæta Reserva og hefur verið geymt í tæp tvö ár á tunnum úr amerískri eik áður en því er tappað á flöskur. Það er líka alltaf ánægjulegt að bragða á vínum frá 2010 árganginum, einn af þeim allra bestu í Rioja undanfrain ár. Litur vínsins er þéttur, dökkur og djúpur, enn ungt að sjá. Mjög fókuserað, þétt, míneralískt, brómber, jarðarber, ávöxturinn þroskaður samofin leðri og sedrusviði, langt og mjúkt.

2.998 krónur. Frábær kaup.

Share Post