Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Campillo Reserva 2011

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

Þeir sem lásu dóminn um Campo Viejo Gran Reserva hér á dögunum og hafa smekk fyrir vel gerðum Rioja-vínum í gamla stílnum, ættu ekki að láta þessa flösku fara framhjá sér. Vínið hefur þéttan kirsuberjarauðan lit og ekta Rioja-angan þar sem finna má sætkennda Bourbon-vanillu eik, rauð ber, kirsuber, hindber, sultuð dökk ber, toffí, tússpenna, þurrkaða ávexti og kaffi. Í munni er það þurrt og mjúkt, með fína sýru en mætti gjarnan endast lengur, það myndi væntanlega skila þessu víni hærri einkunn. Þarna er svo kremkennd vanillu-eik ásamt kakó og kaffi (sem minnir óneitanlega á White Russian kokteil), rauð ber, þurrkaðir ávextir, dökk sultuð ber og plóma. Fínt Rioja-vín í gamla stílnum. Prófið með hægelduðu svíni, villikrydduðu lambi og nauti.

Verð kr. 2.499.- Mjög góð kaup.

Share Post