Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Campillo Reserva 2011

 

campillo rauðvín

Vinotek segir;

Campillo vínhúsið í La Guardia í Rioja Alavesa vakti mikla athygli þegar að það var byggt á sínum tíma enda eitt af örfáum vínhúsum Rioja sem eru byggð í frönskum Chateau-stíl, það er með glæsilegri byggingu sem umlukin er vínekrunum þar sem vínið sjálft er ræktað. Rioja-hefðin er meira sú að vínhúsin nota þrúgur héðan og þaðan af svæðinu. Það eru nú að verða ein þrjátíu ár síðan að Julio Faustino Martinez byggði  „chateau“-ið sitt og Campillo vínin eru orðin nokkuð rótgróin. Þetta eru tiltölulega nútímaleg Rioja-vín með áherslu á ávöxtinn þótt hefðin sé aldrei langt undan þegar að Faustino er annars vegar. Nokkuð dökkt á lit, dökkrauður ávöxtur í nefi, þroskuð kirsuber, tóbakslauf og ristaðar kaffibaunir, þykkt, eikin áberandi en ekki yfirþyrmandi, kröftug, fín og mjúk tannín. 2.499 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu Ribeye eða T-Bone.

Share Post