Viskíkaffi á klaka

2 drykkir

Hráefni

2/3 dl skyndikaffi 

3 msk. sykur 

2 msk. vatn 

stór klaki 

45 ml viskí, við notuðum Maker´s Mark 

4 msk. létteyttur rjómi 

2 glös 

1-2 súkkulaðimolar   

Aðferð

Þeytir kaffiduftið, sykurinn og vatnið kröftuglega í u.þ.b. 5-7 mín. eða þar til myndast hefur þykkur massi. Setjið nokkra klaka í glösin eða einn stóran og hellið viskíi yfir, látið 2 msk. af rjóma yfir og skiptið síðan kaffimassanaum í glösin og raspið svolítið súkkulaði yfir. Hrærið drykkinn saman áður en hans er neytt. 

Uppskrift: Gestjafinn

Share Post