Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Sautjándi mars ár hvert markar upphaf mikilla hátíðahalda sem kennd eru við heilagan Patrek, einum af verndardýrlingum Írlands. Þeir sem þekkja Íra vita að þeir þurfa enga sérstaka ástæðu til að lyfta sér upp og halda hátíð. Það gera þeir af alefli meðan á Degi Heilags Patreks stendur. Degi sem reyndar er orðinn að fimm daga veislu hjá þeim hörðustu. Dagurinn er ekki síður haldinn hátíðlegur í öðrum löndum og eru Bandaríkjamenn hvað grimmastir að fagna deginum og fara fram hátíðarhöld í velflestum borgum Bandaríkjanna. Deginum er gjarnan fagnað með skrúðgöngum eða með því að lita þekkt kennileiti græn. St. Patrick‘s hátíðin stendur yfir í fjóra daga frá 16. til 19. mars og er því um að gera að dreifa fagnaðar erindinu um helgina og blanda sér einn grænan kokteil eða tvo.

 


Epla Martini

Hráefni fyrir einn drykk

3 cl Russian Standard Vodka

3 cl Mickey Finn Sour Apple

Safi úr einni lime

Grænt epli til skreytingar

Aðferð:

 1. Öll hráefnin eru hrist saman í hristara með klökum.
 2. Hellið drykknum í kælt glas. Skerið þunna sneið af epli til skreytinga

Epla freyðivínskokteill

Hráefni fyrir 5 – 7 drykki

1 fl. Lamberti Prosecco freyðivín

1 fl Mickey Finn Sour Apple líkjör

1 stk. gul melóna (skorin í litla bita og notuð í skraut)

Sykur (litaður með grænum-matarlit)

Aðferð:

 1. Vætið glasa brúnina með melónusafa og dýfið glasabrúninni í litaðan sykur.
 2. Veltið melónubitunum uppúr sykrinum og notið í skreytingu.
 3. Hellið freyðivíninu í glös og bætið Mickey Finn Sour Apple líkjör út í hvert glas til að fá græna litinn og bragð.

Epla Margarita

Hráefni fyrir einn drykk

4 cl Sauza Tequila

3 cl Cointreau

2 cl Mickey Finn Sour Apple

3 cl Lime safi

Aðferð:

 1. Vætið glasabrúnina með lime safa og dýfið brúninni í litað salt (litað með grænum matarlit)
 2. Öll hráefnin eru hrist saman í hristara með klökum.
 3. Hellið drykknum í glas. Skreytið með lituðu salti og lime sneið.

 Irish Sour Epla kokteill

 

 

 

 

3 cl Kilbeggan viskí

4 cl Mickey Finn Sour Apple

6 cl tónik

Grænt epli til skreytingar

Aðferð:

 1. Öll hráefnin eru hrist saman í hristara með klökum.
 2. Hellið drykknum í glas með klökum.
 3. Fyllið upp með tónik.
 4. Skreytið með sneið af grænu epli.

 Basil GimletHráefni fyrir einn drykk

30 ml The Botanist gin

5-6 stór basil lauf

Safi úr ½ lime

50 ml sykur síróp

2 dl klakar

Sykur sýróp:

2 dl sykur

3 dl heitt vatn

Aðferð:

 1. Byrjað er á að gera sykursíróp (má gera daginn áður t.d., geymist vel í kæli í lokuðum umbúðum). Setjið sykur og vatn í pott, hitið þar til öll sykurkornin eru bráðnuð saman við, hellið sykursírópinu á flösku eða annað ílát og kælið.
 2. Setjið gin og basil lauf í kokteilhristara, merjið laufin saman við ginið. Kreistið ½ lime út í, setjið sykur síróp og klaka í kokteilhristarann og hristið vel og kröftuglega saman.
 3. Hellið í gegnum sigti í kokteil glas og skreytið með basil laufum

 Gúrku gin

Aðferð:

 1. Skerið hörðu endana af gúrkunni og setjið hana svo í blandara svo hún verði að safa. Sigtið safann svo hann verði tæju laus.
 2. Fyllið glösin af frekar stórum klökum. Fyllið glösin upp 2/3 af gúrkusafa, setjið 30 ml af gini í hvert glas, kreystið safann úr ½ lime í hvort glasið og fyllið svo upp með tonic vatni. Skreytið með myntu.

 

Share Post