Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Hugmynd að útskriftarveislu

Eftir langa og stranga próftíð, jafnvel með ritgerðarsmíð í ofanlag, er loksins komið að stóra deginum, sjálfri útskriftinni! Í útskriftinni gefst tækifæri á að safna saman fjölskyldu og vinum og þakka þeim fyrir að hafa stutt við bakið á þér og sýnt því skilning þegar þú þurftir stundum að fara snemma heim til þess að fara læra.

Þegar fagna á stórum tímamótum er ekkert sem jafnast á við það að taka tappann úr góðri freyðivínsflösku. Freyðivín er sannkölluð gleðibomba full að freyðandi fjöri sem allir hafa gaman af því að smakka á. Ef freyðvínið er hugsað sem fordrykkur er gott að hafa það í þurrara lagi. Við tókum saman nokkur tilvalin freyðvín fyrir útskriftina hér.

Freyðivín þarf ekki einungis að drekka eitt og sér heldur er það skemmtilegt í kokteila líka. Öll þekkjum við mímósuna, hinn fullkomna brönsdrykk, og hið ítalska spritz. Marta Rún gerði hins vegar mjög frumlegan freyðivíns kokteil um daginn fyrir þau sem vilja brjótast aðeins úr hefðunum.

Svo eru auðvitað sumir sem af einhverjum ástæðum geta ekki drukkið freyðivín sama í hvaða formi það er. Þá er borðliggjandi að bera fram kalt rósavín. Það er fínlegt og pínu hátíðlegt sem lætur engan líða útundan þegar skála á í glös. Hér eru nokkur góð rósavín sem við mælum með bæði sem fordrykkur og með pinnamat.

Það sem skiptir samt mestu máli í útskriftinni er að skemmta sér og njóta dagsins.
Til hamingju stúdentar!

Share Post