Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Hugmyndir fyrir Eurovision kvöldið

Það ræðst á laugardaginn hvert framlag Íslands verður til Eurovision í ár. Það er erfitt fyrirfram að spá því hvaða lag fer áfram og mjög skiptar skoðanir eru um hvaða keppanda sé æskilegt að senda á meginlandið. Aukinheldur ber mönnum ekki saman hvort senda eigi framlag sem líklegt sé til mikillar stigaöflunar eða hvort Ísland ætti frekar að halda í kúlið og senda eitthvað áhugavert í stað þess að gera sér vonir um sigur.

Spenna og skoðunarskipti er einmitt það sem til þarf í gott Eurovision partý. En hvað annað þarf til? Jú, auðvitað skemmtilega gesti, sjónvarp með góðum hljómgæðum, sófa og stóla en svo má ekki gleyma aðalhráefninu; veigarnar að sjálfsögðu!

Eins og góðum gestgjafa sæmir er boðið upp á veitingar í bæði föstu og fljótandi formi. Vinó tók saman nokkrar einfaldar en jafnframt skotheldar uppskriftir fyrir gott Eurovision kvöld.

Djúpsteikur kjúklingur að hætti John Legend

 

Lúxus hamborgari

 

Indverskur kjúklingaborgari

 

Pulled pork borgari


Share Post