Vanillu panna cotta með jarðarberja coulis

Fyrir 4

Hráefni

Matreiðslurjómi, 500 ml

Sykur, 90 g

Vanillubaun, 1 stk

Gelatín blöð,  3 stk / 6 g

Jarðarber, 250 g

Sítrónusafi, 1 tsk

Mynta til skrauts

Aðferð

Setjið gelatínblöðin í skál eða djúpan disk og hyljið með köldu vatni í 10 mín.

Skerið vanillubaunina í tvennt og skafið fræin innan úr henni. Setjið rjóma, 60 g af sykri, vanillufræin og vanillubaunina í lítinn pott og stillið á miðlungshita. Hitið rjómann að suðumarki en látið hann ekki sjóða.

Fjarlægið vanillubaunina úr pottinum. Takið gelatínblöðin úr vatninu og látið vatnið renna af þeim. Pískið gelatínblöðin vandlega saman við rjómann.

Skiptið rjómablöndunni á milli 4 glasa og færið svo inn í ísskáp í a.m.k. 6 klst.

Skerið 150 g af jarðaberjum í bita og setjið í lítinn pott með 30 g af sykri og 1 tsk sítrónusafa. Stillið á miðlungshita og látið malla í nokkrar mín þar til jarðarberin eru orðin mjúk og farin að sameinast vökvanum. Maukið blönduna með töfrasprota og látið svo kólna.

Skiptið jarðarberja coulis á milli panna cotta glasanna.

Skerið restina af jarðarberjunum í litla bita og skiptið á milli glasanna rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram. Skreytið með myntu.

Vínó mælir með: Nicolas Feuillatte Reserve Exclusive Brut með þessum rétt. 

Uppskrift: Matur & Myndir