Tiramisu með appelsínulíkjör

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • U.þ.b. 20 stk Lady Finger kexkökur (magn fer eftir hvaða form er notað)
  • 3 egg, aðskilin í eggarauður og eggjahvítur
  • 50 g sykur
  • Kornin úr ½ vanillustöng eða 1 tsk vanilludropar
  • 250 g mascapone ostur
  • 150 ml espresso
  • ½ dl Cointreau
  • Dökkt kakó duft

Aðferð:

  1. Hellið upp á espresso kaffi og leyfið því að kólna.
  2. Aðskiljið eggin, þeytið eggjarauðurnar með sykrinum og vanilludropum þangað til blandan verður létt og ljós u.þ.b. 5 mín.
  3. Bætið mascapone ostinum út í og þeytið saman við.
  4. Í aðra skál þeytiði eggjahvíturnar þangað til topparnir verða milli stífir (ekki eins stífir og þegar verið er að gera marengs)
  5. Bætið eggjahvítunum rólega saman við með sleikju.
  6. Bætið Cointreau út í kaffið og setjið í lítið ílát með flötum botni, raðið nokkrum Lady Finger kexkökum ofan í formið og leyfið kaffinu að fara vel inn í kexið. Raðið helmingnum af kexkökunum í botninn á forminu sem þú ætlar að nota t.d. glös eða kökuform. Setjið helminginn af eggjablöndunni yfir. Raðið svo kaffidrekktu kexinu ofan á og setjið restina af eggjablöndunni næst yfir.
  7. Sigtið kakó yfir og geymið inn í ísskáp í minnst 4 klst.