Þorskhnakkar

Uppskrift: Karen Guðmunds

Hráefni:

  • 700 gr Þorskur
  • Brauðraspur
  • Gulrætur
  • Blaðlaukur
  • Sellerí
  • Íslenskar kartöflur
  • 1 msk. smjörlíki
  • 1 msk. Olífuolía
  • 1 sítróna
  • Salt og pipar (eftir smekk)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða kartöflurnar í 15 mínútur, með smá salti.
  2. Skerið niður gulrætur, blaðlauk, og sellerí í litla ræmur.
  3. Hitið pönnuna og setjið 1.msk af smjörlíki og 1 msk af olífuolíu á pönnuna og leyfið pönnunni að hitna vel.
  4. Veltið þorskhnakkanum uppúr brauðraspi og setjið á pönnuna, kryddið með salt og pipar. Látið fiskinn steikjast í 3 mínútur á hvorri hlið, notið skeið til að hella bræddu smjöri yfir fiskinn. Kreistið hálfri ferskri sítrónu yfir fiskinn og leyfið að brúnast vel. Bætið síðan grænmetinu og kartöflunum út á pönnuna og leyfist að steikjast vel í smjörinu. Leyfið að malla saman á pönnunni í nokkrar mínútur.
  5. Ótrúlega girnilegt að bera fram á pönnunni en einnig hægt að færa yfir á fallega diska.
  6. Klettasalat og stírónusneið til skreytingar.

Hollandaise sósa

  • 2 eggjarauður
  • 200 gr smjör
  • 1/2 sítróna
  • Salt og pipar
  • Chillifræ

Bræðið smjörið og passið að það sé enn heitt þegar þið hellið því saman við eggjarauðurnar.

Setjið saman eggjarauður, sítrónusafa, salt, pipar og chillifræ í stálskál. Þeytið eggjarauðurnar yfir vatnsbaði þar til eggjarauðurnar verða ljósar og byrja að þykkna. Hellið smjörinu varlega saman við eggjarauðurnar og hrærið vel saman.

Vinó mælir með Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétt.