Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Þorskhnakkar

Karen Guðmunds ritar:

Hráefni:

 • 700 gr Þorskur
 • Brauðraspur
 • Gulrætur
 • Blaðlaukur
 • Sellerí
 • Íslenskar kartöflur
 • 1 msk. smjörlíki
 • 1 msk. Olífuolía
 • 1 sítróna
 • Salt og pipar (eftir smekk)

Aðferð:

 1. Byrjið á því að sjóða kartöflurnar í 15 mínútur, með smá salti.
 2. Skerið niður gulrætur, blaðlauk, og sellerí í litla ræmur.
 3. Hitið pönnuna og setjið 1.msk af smjörlíki og 1 msk af olífuolíu á pönnuna og leyfið pönnunni að hitna vel.
 4. Veltið þorskhnakkanum uppúr brauðraspi og setjið á pönnuna, kryddið með salt og pipar. Látið fiskinn steikjast í 3 mínútur á hvorri hlið, notið skeið til að hella bræddu smjöri yfir fiskinn. Kreistið hálfri ferskri sítrónu yfir fiskinn og leyfið að brúnast vel. Bætið síðan grænmetinu og kartöflunum út á pönnuna og leyfist að steikjast vel í smjörinu. Leyfið að malla saman á pönnunni í nokkrar mínútur.
 5. Ótrúlega girnilegt að bera fram á pönnunni en einnig hægt að færa yfir á fallega diska.
 6. Klettasalat og stírónusneið til skreytingar.

Hollandaise sósa – Einstaklega gott að bera þennan rétt fram með góðri Hollandaise sósu.

 • 2 eggjarauður
 • 200 gr smjör
 • 1/2 sítróna
 • Salt og pipar
 • Chillifræ

Bræðið smjörið og passið að það sé enn heitt þegar þið hellið því saman við eggjarauðurnar.

Setjið saman eggjarauður, sítrónusafa, salt, pipar og chillifræ í stálskál. Þeytið eggjarauðurnar yfir vatnsbaði þar til eggjarauðurnar verða ljósar og byrja að þykkna. Hellið smjörinu varlega saman við eggjarauðurnar og hrærið vel saman.

 

Með þessari ljúffengu uppskrift mælir Vínó með Muga Blanco 

Muga Blanco

Vínótek segir:

Passar vel með: Grillaður lax, tígrisrækjur, humar og kjúklingur.

Lýsing: Fölgult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, epli, blómlegir eikartónar.

Muga er gamalgróið vínhús í Rioja á Spáni og auðvitað þekktast fyrir rauðvínin sín. Það framleiðir hins vegar einnig þetta yndislega hvítvín úr spænsku þrúgunum Viura (90%) og Malvasia. Vínið er framleitt á klassískan hátt og látið liggja á 225 lítra eikartunnum um tíma áður en það er sett á flöskur. Mjög ljóst, fölgult og tært, fersk, svolítið skörp angan, mikill sítrus, límóna og suðrænir ávextir. Ferskt, góð sýra, mildir eikartónar, örlítil vanilla smýgur í gegn og sameinast ávextinum. Afskaplega vel gert vín. Hvers vegna ekki að bera það fram með góðri paella eða rækjum í hvítlauk að hætti Spánverja.

2.799 krónur. Frábær kaup.

Share Post