Smárréttir fyrir veisluna

Uppskrift: Linda Ben

Ostabakki:

Jarðaber

Bláber

Brómber

græn vínber

grænar ólífur

Rósmarín stilkar

Ritz kex

Tekex

Mini ristað brauð

Papriku ostur

Cheddar Ostur

Gráðostur

Primadonna

Gullostur

Chorizo

Hráskinka

Kjötbollur

1 pakki hakk

1/2 pakki ritz kex

1/2 laukur mjög fínt saxaður

1 egg

1/2 rifinn piparostur

1 msk Honey Garlic krydd frá weber eða samskonar krydd

Sweet chilli sósa

Chilli og rósmarín sem skraut

Aðferð:         

Setjið hakkið, brotið ritz kex, smátt saxaðan lauk, egg, rifinn piparost og krydd í frekar stóra skál. Hnoðið hakkið í litlar kúlur, fallegra að reyna að hafa þær allar jafn stórar (hægt að nota vigt). Steikið bollurnar á pönnu við meðal háan hita þangað til þær eru eldaðar í gegn. Raðið á fallegt fat, hellið sweet chilli sósu yfir og skreytið með rósmarín og rauðum chilli.

Snittubrauð með laxi

Gott snittubrauð

Reyktur lax

Rjómaostur

Ferskt dill

Svartur pipar

Aðferð:

Skerið snittubrauðið í sneiðar, smyrjið sneiðarnar með rjómaosti, skerið laxinn niður og raðið á brauðið. Skreytið með fersku dilli og svörtum pipar.

 

Guacamole

2 stk avocadó

2 msk sýrður rjómi 18%

1 stórt hvítlauksrif

1 msk lime safi

skreytt með rauðum chilli

Góðar maís snakkflögur

Aðferð: Setjið avocadó, sýrðan rjóma, hvítlauksrif og lime safa í matvinnsluvél, maukið og setjið í fallega skál. Skreytið með rauðu chilli og berið fram með góðu snakki.

Kjúklingavængir með gráðostasósu         

Tilbúnir sterkir kjúklingavængir

Sterk kjúklingavængja sósa

1 lítil dós majónes

1/2 gráðostur, rifinn niður

1 hvítlauksrif

svartur pipar og salt

Aðferð: Raðið vængjunum á ofnplötu með smjörpappír, hitið inn í ofni við 200C í 20 mín. Blandið saman majónesi, rifnuð gráðosti og pressuðu hvítlauksrifi. Smakkið til með salti og pipar. Setjið sósuna í fallega skál og berið fram með vængjunum.