Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Taco veisla

Marta Rún ritar:

Taco með ristuðu blómkáli, mangó-salsa og svörtum baunum

 • ½ blómkálshaus
 • Svartar baunir
 • 1 lime
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk chillikrydd
 • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 1 mangó
 • 1 pakki kirsuberjatómatar
 • ½ rauðlaukur
 • Kóríander

Skerið blómkálshausinn í litla bita og setjið í eldfast mót. Blandið olíu, salti, cumin, chilli-pipar, hvítlauk og lime safa saman og hellið yfir blómkálið. Bakið í ofnið við 180°í 30 mínútur og hrærið vel inná milli.

Mango Salsa

Skerið, mangó, rauðlauk, tómata og kóríander smátt og blandið saman í skál. Kreistið lime safa yfir úr einu lime og kryddið með salti og pipar.

Steikið taco pönnukökur á pönnu, eina mínútu á hvorri hlið.
Raðið svörtum baunum, mangó salsa og ristaða blómkálinu ofan á.
Stráið ferskum koríander yfir og berið fram með lime sneið.

*Getur verið gott að hafa sterka salsa sósu eða Siracha sósu með fyrir þá sem vilja.

Taco með steik, osti og steiktri papriku

 • 1 stk mínútusteik eða lítil þunn steikar sneið.
 • 1 tsk cumin
 • ½ tsk paprika
 • ½ tsk chilli-krydd
 • 1 lime
 • 2 paprikur af eigin vali
 • Rifinn ostur
 • Salt & pipar

Kryddið steikina með salti, pipar, og hálfri teskeið af cumin kryddi. Steikið á pönnu mínútu hvora hlið. Leggið steikina til hliðar og steikið þunnar sneiðar af papriku á sömu pönnu í 2-3 mínútur eða þangað til að þær eru orðnar mjúkar. Kryddið með papriku-kryddi, chilli-kryddi, cumin og smá salti. Skerið steikina í þunnar ræmur. Raðið taco pönnukökum á ofnplötu, setjið papriku og steikar strimla ofaná og stráið osti yfir. Bakið í ofni þangað til osturinn hefur bráðnað. Gott að bera fram með salsa sósu.

Taco með rækjum og avokadó

 • 400 g ferskar rækjur
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 tsk cumin krydd
 • 1/2 tsk chilli-krydd
 • 2 stórir laukar
 • Ferskur kóríander
 • 1 lime
 • 2 avokadó
 • 2-3 tómatar

Byrjið á því að skera rækjurnar í 3 bita og setjið í skál. Kryddið með paprikukryddi, cumin, chilli-kryddi, salti og pipar og blandið öllu vel saman. Skerið laukinn og tómatana í litla bita og steikið á pönnu á miðlungshita í 3 mínútur eða þangað til laukurinn er orðinn glær. Bætið við ferskum kóríander og 1/2 kreistu lime. Bætið þá við rækjunum og blandið öllu vel saman og steikið í um 5 mínútur eða þangað til að rækjurnar eru orðnar appelsínugular.

Steikið litlar taco pönnukökur á pönnu, 1 mínútu á hvorri hlið.
Raðið avokadó sneiðum og rækjunum ofná, stráið síðan ferskum kóríander yfir og hafið lime sneiðar með til hliðar.

Með þessari Taco veislu er óhætt að mæla með ísköldum Corona

Share Post