Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Sumarlegur ostabakki með innbökuðum jarðaberja brie

Linda Ben Ritar:

Hráefni

 • Hvít og blámygluostur
 • Kastali (hvítmygluostur)
 • Innbakaður brie með sykurlausri jarðaberja sultu (uppskrift hér fyrir neðan)
 • Melba toast eða annað kex
 • Jarðaber
 • Brómber
 • Græn vínber
 • Grænar ólífur
 • Chorizo
 • Hráskinka

  Innbakaður brie með sykurlausri jarðaberjasultu:

  • Brie
  • Smjördeig
  • Sweet jam with stevia með jarðaberjabragði
  • Egg

Aðferð

 1. Afþýðið eina lengu af smjördeigi.
 2. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 3. Fletjið það út svo það stækki örlítið (svo það nái utan um brie).
 4. Setjið olíu í eldfast mót.
 5. Skerið brie ostinn í tvennt (þvert), setjið neðri hlutann af ostinum ofan á smjördeigið, setjið góða matskeið af sultu á ostinn og setjið efri partinn af ostinum létt ofan á, setjið aðra góða matskeið af sultu yfir.
 6. Takið í hornin á smjördeiginu og klípið þau saman yfir ostinum eins vel og hægt er (ekki klessa hornin ofan í ostinn, þá sekkur smjördeigið ofan í sultuna og festist ekki saman), hornin geta losnað í ofninum, eins og gerðist hjá mér en það er í góðu lagi og að mínu mati mjög fallegt.
 7. Setjið ostinn í eldfast mót.
 8. Hrærið egg saman í skál og penslið eggi á smjördeigið.
 9. Bakið inn í ofni í um það bil 20 mín eða þar til deigið er orðið vel púffað og byrjað að brúnast.

Með þessum ljúffenga ostabakka mælir Vínó með Pares Balta Ros De Pacs

Vínsíðan segir:

Þetta er fallega bleikt vín, með angan af jarðarberjum, hindberjum og smá kirsuberjum.  Í munni er ágæt blanda af sætu og sýru sem gefur víninu frísklegan blæ.  Hentar vel í garðveisluna, kokteilboðið og með mat – salat, fiskréttir og ljósir kjötréttir.

 

Share Post