Spaghetti Bolognese

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

1 pakki nautahakk

6 beikonsneiðar

1 lítill laukur

4 gulrætur

1 paprika

2-3 hvítlauksrif

2 dósir niðursoðnir tómatar

1 tsk þurrkað oreganó

2 msk tómatpúrra

1-2 tsk nautakraftur

1 dl rauðvín

salt og pipar

400 g heilhveiti spagettí

ferskt basil

parmesan ostur

Aðferð:

Byrjið á því að steikja beikonið á pönnu, takið það svo af þegar það er tilbúið. Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnunni upp úr beikonfitunni. Skerið paprikuna og gulræturnar líka smátt niður og steikið þær. Setjið hakkið á pönnuna og steikið það. Skerið hvítlaukinn smátt niður og setjið út á pönnuna.

Setjið vatn með salti og olíu í stóran pott og hitið að suðu. Setjið spagettíið í pottinn þegar suðan er komin upp og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka þangað til það er “al dente”.

Þegar allt hefur náð að steikjast vel á pönnunni, hellið þið tveimur dósum af niðursoðnum tómötum á pönnuna, 2 msk tómatpúrru, oreganó og nautakrafti. Hellið svo rauðvíni út á og látið sósuna sjóða við meðal lágan hita í 5 mín. Smakkið til með salt og pipar.

Blandið spagettíinu saman við hakksósuna, berið fram með fersku basil og parmesan osti.

Vinó mælir með Adobe Reserva Syrah með þessum rétt.