Sítrónu og Saffran kjúklingur

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

4 laukar, skornir í helming og síðan í þunnar sneiðar

Safi úr 5 sítrónum

4 msk ólífuolía

1 tsk túrmerik

400 g grískt jógúrt

2 tsk salt

1 klípa á saffran þráðum

3 msk heitt vatn

6 kjúklingabringur, skornar í sirka 5 cm sneiðar

Aðferð:

Finnið til stóra skál og setjið laukinn, sítrónusafann, ólífu olíuna, túrmerik, jógúrtið og saltið í skálina og blandið öllu vel saman. Ef þið eigið til mortel þá kremjið þið saffranþræðina í duft ef ekki kremjið það saman í lítilli skál með skeið. Hellið 3 msk af heitu vatni og látið standa í 5-10 mínútur.

Bætið kjúklingnum í skálina og blandið vel við jógúrtblönduna. Hellið saffran vatninu útí og hrærið saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið marinerast inní ísskáp í að lágmarki 1 klst, því lengur því betra.  

Þegar kjúklingurinn hefur marinerast settu hann þá í eldfast mót með bökunarpappír undir svo að laukurinn brenni ekki við botninn. Bakaðu kjúklinginn við 200° í 18-20 mínútur.

Berið fram með grjónum, salati eða bökuðum pítubrauðum til að rífa niður og dýfa í sósuna.

Vínó mælir með Pares Balta Blanc de Pacs með þessum rétt.