Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Salat með ofnbökuðu graskeri

Marta Rún ritar:

Grasker/Sætar kartöflur

 • 3 msk ólífuolía
 • 600 g grasker/sætar kartöflur skrældar og skornar í 1 cm teninga
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk pipar
 • ½ tsk cayenne piparStillið ofninn á 200°
  Setjið alla teningana í skál og hellið olíu, salti, pipar og cayenne pipar og blandið öllu vel saman. Finnið til ofnskúffu eða stórt eldfast mót og setjið bökunarpappír í botninn. Raðið teningunum í mótið og bakið i 15 mínútur. Takið út ofninum, snúið aðeins við og hrærið í og setjið aftur í ofninn í 10-15 mínútur þangað til þeir eru orðnir aðeins brúnir og stökkir. Látið aðeins kólna áður en þeir fara á salatið.

  Salatblanda

 • Klettasalat eða hvaða salatblanda þér finnst góð
 • ½ granatepli
 • ½ þunnt skorin rauðlaukur
 • graskersfræ eða einhverskonar hnetublanda
 • 100 g geitaostur


Dressing

 • 2 msk balsamic edik
 • 1 msk dijon sinnep
 • 1 msk hunang
 • 1 pressaður hvítlauksgeiri
 • 3 msk ólífu olía
 • salt og piparAllt hrist vel saman i krukku, ég gerði tvöfalda uppskrift og setti á salatið og var með til hliðar ef einhvern vildi meira sem og jú allir gerðu.

  Mér finnst geitaostur og rósavín passa alveg ótrúlega vel saman og valdi ég létt og þægilegt rósavín frá Cune með.

Með þessum rétt mælir Vínó með Cune Rosado

Cune Rosado 2015

4star

cune-rosado-2015

Lýsing: Ljósjarðarberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Jarðarber, hindber.

Vinotek segir;

Cune er eitt af stærstu og elstu vínhúsunum í Rioja og framleiðir mörg af betri vínum héraðsins. Þetta rósavín er hreint Tempranillo-vín en það er líka meginþrúga rauðu Rioja-vínanna. Liturinn er fagur, rauðbleikur og ilmur vínsins sömuleiðis, hann einkennist af rauðum og sumarlegum berjum, jarðarberjum og hindberjum, smá rifs. Í munni hefur vínið góðan og sumarlegan ávöxt, fínan ferskleika. Unaðslegt sumarrósavín. 1.999 krónur. Frábær kaup.

Share Post