Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Saint Clair dagar á Nostra

Nostra Restaurant og vínhúsið Saint Clair efna til matarveislu dagana 12. – 14. september 2018. Þessa daga munu matreiðslumenn Nostra Restaurant bjóða upp á 6 rétta matarveislu með sérvöldum vínum frá Saint Clair Family Estate.

Saint Clair Family Estate er staðsett á Marlborough svæðinu, sem er á norðausturhorni suðureyju Nýja Sjálands. Um er að ræða fjölskyldurekið fyrirtæki og eitt af þekktari vínframleiðendum Nýja Sjálands. Saint Clair hefur unnið til fjölda verðlauna allt frá fyrstu framleiðslu árið 1994.

Föstudaginn 14. september mun Laura Young leiða gesti Nostra um leyndardóma Saint Clair en hún hefur starfað hjá fjölskyldunni til margra ára.

Lestu umfjöllun okkar um Saint Clair hér.

Hér má sjá réttina og þau vín sem valin hafa verið með hér

Bókaðu borð hjá Nostra Restaurant hér.

Share Post