Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Safaríkur kjúklingur með sveppum og aspas í hvítvíns rjómasósu undir bræddum osti

Linda Ben ritar:

Hráefni:

 • kjúklingabringur
 • 1 lítið búnt ferskur aspas
 • Salt og pipar
 • 3 msk smjör
 • 250 g sveppir
 • 1 shallot laukur
 • 2 stórir hvítlaukar
 • 2 ½ dl hvítvín
 • 1 tsk nautakraftur
 • 2 dl vatn
 • 1 ½ dl rjómi
 • 2 dl rifinn mosarella ostur

Aðferð:

 1. Skerið sveppina niður í frekar stóra bita, steikið á pönnunni upp úr 1 msk af smjöri. Skerið laukinn smátt niður og bætið honum á pönnuna, steikið þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir og laukurinn glær. Skerið hvítlaukinn smátt niður og bætið honum á pönnuna, steikið létt. Takið af pönnunni, setjið á disk og geymið.
 2. Skerið kjúklingabringurnar þvert í helminga, kryddið með salt og pipar, setjið 2 msk af smjöri á pönnuna og steikið kjúklinginn á báðum hliðum, ca. 3-4 mín á hvorri hlið, eða þar til kjúkligurinn er eldaður í gegn. Takið kjúklinginn af pönnunni, setjið á disk og geymið.
 3. Hellið 2 ½ dl af hvítvíni á pönnuna, látið sjóða á pönnunni í u.þ.b. 4-5 mín, passið að hræra í pönnunni inn á milli svo ekkert festist í botninum. Bætið vatninu út á pönnuna ásamt nautakraftinum, látið sjóða aftur í 4-5 mín. Bætið því næst rjómanum út á pönnuna og sjóðið í u.þ.b. 2 mín eða þar til sósan fer að þykkjast. Smakkið til með salt og pipar.
 4. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Skolið aspasinn og takið harða endann af, setjið aspasinn ofan í pottinn og sjóðið í 2-3 mín.
 5. Kveikið á ofninum, stillið á grillið og 200°C.
 6. Setjið kjúklinginn, sveppina, laukinn og aspasinn í pönnuna, dreifið osti yfir, setjið pönnuna inn í ofn og bakið þar til osturinn hefur brúnast létt.

Með þessum rétt mælir Vínó með Saint Clair Vicar’s Choice Pinot Gris Riesling Gewurztraminer 2015

Vínótek segir:

Þrúgurnar Pinot Gris, Riesling og Gewurztraminer eiga það allar sameiginlegt að vera meginþrúgur Alsace-héraðsins í norðausturhluta Frakklands. Það vantar einungis eina af hinum „göfugu“ þrúgum Alsace (Cépages Noble) nefnilega Muscat í þessa nýsjálensku blöndu frá Saint Clair.

Vínið hefur bjartan, ljósgulan lit og nef þess er ferskt og aðlaðandi, sætur sítrusbörkur, mangó, hunang og steinolía,  feitt, ferskt og nokkuð þurrt í munni.

2.299 krónur. Frábær kaup. Vín með t.d. graflaxi

Share Post