Risarækju tagliolini með hvítlauksbrauði

 

Fyrir 3-4

 

Hráefni:

400 g frosnar risarækjur

250 g tagliolini

3 hvítlauksrif

1stk, Lítið baguette

2 skalottlaukar sirka 40 g samtals

1 dós tómatar

0,5 msk oregano

Chili flögur eftir smekk

5 g steinselja

10 g basil

15 ml tómatpúrra

60 ml hvítvín

125 ml rjómi

50 g parmesan ostur

Smjör 50 g 

Aðferð:

  • Þýðið og þerrið risarækjurnar. Setjið í skál með smá olíu og pressið 1 hvítlauksrif saman við. Látið marinerast í nokkrar mín.
  • Setjið vatn í pott með ríflegu magni af salti og náið upp suðu.
  • Setjið San Marzano tómatana í skál með vökvanum úr dósinni og notið hendurnar til þess að kremja tómatana í litla bita. Saxið skalottlauk smátt.
  • Hitið olíu á pönnu við frekar háaan hita og steikið rækjurnar þar til þær eru fulleldaðar, sirka 2 mín á hvorri hlið. Færið á disk og geymið.
  • Lækkið hitann á pönnunni og steikið skalottlaukinn þar til hann er glær og mjúkur (passið að brúna ekki laukinn). Pressið 1 hvítlauksrif út á pönnuna og steikið í 1 mín.
  • Bætið tómatpúrru út á pönnuna og steikið í smástund. Bætið næst hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður í smástund. Bætið tómötum, rjóma, oregano og 1 tsk salti út á pönnuna ásamt chiliflögum eftir smekk og látið sósuna malla og sjóða niður í um 10 mín þar til hún þykkist aðeins. Rífið um 30 g af parmesan osti saman við sósuna.
  • Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka en takið frá um 1 dl af pastavatni áður en vatninu er hellt frá pastanu. Hækkið hitann á pönnunni og hærið pastavatni eftir þörfum saman við sósuna í litlum skömmtum og látið krauma vel á milli þar til sósan hefur náð hæfilegri þykkt, en sterkjan í pastavatninu hjálpar til við að mynda góða sósu.
  • Saxið basil og steinselju. Hrærið rækjum, basil og steinselju saman við sósuna á pönnunni og smakkið til með salti. Hrærið pasta því næst saman við.
  • Bræðið smjör og pressið 1 hvítlauksrif saman við. Skerið baguette í tvennt og skerið helmingana svo í tvennt þversum. Smyrjið brauðin rausnarlega með hvítlaukssmjöri og rífið parmesan ost yfir. Bakið í miðjum ofni stilltum á 200C grill í nokkrar mín þar til osturinn er bráðinn og brauðið er búið að taka fallegan lit.

Vínó mælir með: Willm Riesling Reserve með þessum rétt.

Uppskrift og myndir:  Matur & Myndir