Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Rækju “Scampi” eins og á Cheesecake Factory

Linda Ben ritar:

Ég rakst á alveg virkilega girnilegan rétt á netinu sem ég verð að fá að deila með ykkur. Þetta er sem sagt copycat af einum vinsælasta réttinum á Cheesecake Factory, Shrimp Scampi. Ég setti að sjálfsögðu mitt tvist á þennan rétt, skipti út venjulegu spagettí fyrir heilhveiti til dæmis og lét tómatana vera heila, en það er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér að elda tómata á þann hátt.

Hér ræður einfaldleikinn ríkjum og innihaldsefnin njóta sín til fulls.

Það er um að gera ef þú átt ferska basil sem er við það að fara skemmast, að skella í þennan rétt, þar sem basilið er eldað og því hefur það ekki áhrif.

Ég mæli auðvitað með öllum þeim réttum sem ég set hingað á síðuna en ef ég gæti sett eitthvað extra like eða álíka á þessar færslu til þess að hvetja ykkur til að prófa, þá myndi ég gera það. Þessi réttur er ÆÐI og þið hreinlega verðið að prófa!

Rækju “Scampi” eins og á Cheesecake Factory

1 pakki frosnar risarækjur ca. 12 stk

200 g heilhveiti spagettí

½ tsk matarsódi

1 tsk salt

1 ½ dl góður brauðraspur

3 msk Parmesan ostur

Svartur pipar

Cayenne pipar

3 msk ólífuolía

2-3 dl hvítvín

4-5 hvítlauksgeirar

250 ml rjómi

½ rauðlaukur

18 kirsuberja tómatar (eða aðrir smágerðir tómatar)

Búnt af fersku basil

Aðferð:

  1. Byrjið á því að velta rækjunum upp úr salti og matarsóda, látið standa rétt á meðan þið gerið skref 2.
  2. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  3. Blandið saman brauðrasp og parmesan osti í skál, bætið við pipar og örlítið af cayenne pipar, veltið rækjunum upp úr blöndunni svo þær eru allar vel þaktar.
  4. Steikið rækjurnar á pönnu með ólífu olíu þangað til þær eru allar bleikar í gegn. Fjarlægið rækjurnar upp úr pottinum og setjið til hliðar. Náið endilega í raspinn sem dettur af rækjunum upp úr pottinum, það er æðislegt að toppa réttinn með því þegar hann er tilbúinn.
  5. Hellið hvítvíninu út á pottinn, brjótið hvítlauksgeirana og bætið þeim út á. Sjóðið á vægum hita í ca 3-5 mín og bætið svo rjómanum út á.
  6. Skerið rauðlaukinn smátt niður og bætið honum út í sósuna ásamt fersku basil og tómötunum. Smakkið til með salti, pipar og jafnvel örlítið af grænmetisteningi ef ykkur finnst vanta. Látið sjóða á lágum hita í 5 mín.
  7. Setjið spagettíið í fallega skál, bakka eða mót, hellið sósunni yfir og raðið rækjunum á.

Vinó mælir með Adobe Chardonnay Reserva

Vinotek segir;

Chilenska vínhúsið Bodegas Emiliana,  er einn stærsti framleiðandi lífrænt tæktaðra vína í heiminum, þar á meðal Adobe-línunnar, en alls ræktar vínhúsið vínvið lífrænt á tæplega þúsund hektörum. Hér er það nýjasti árgangurinn af hvítvíninu úr Chardonnay-þrúgum sem ræktaðar eru í héraðinu Casablanca. Þetta er fínlegur en líka sprækur nýjaheims-Chardonnay, sætur sítrus, limebörkur, ferskjur, ananas og þroskaður mangó, vanillusykur. Góð sýra í munni, vínið er ungt og þægilegt. 1.999 krónur. Frábær kaup.

Share Post